Einar Pálsson, löggiltur fasteignasali og Borg fasteignasala kynna Hrafnagilsstræti 19, 600 Akureyri. Vel staðsett eign í vel góðu þríbýlishúsi. Eignin er á miðhæð hússins, alls 103 m2, þarf af er íbúðin 95,5 m2 og sér geymsla á jarðhæð 7,5 m2.
Sameiginleg þvottaaðstaða er á jarðhæð.Nánari lýsing á eign:Gengið er upp steyptar tröppur að inngangi eignar sem er sameiginlegur með íbúð efri hæðar. Bílastæði fram við hús.
Komið er inn í
forstofu með fatahengi.
Gangur er fyrir miðri íbúð með parket á gólfi.
Tvær stofur, báðar með parket á gólfi. Útgengt er á
svalir úr borðstofu.
Eldhús er með parket á gólfi, innréttingu með efri- og neðri skápum, nýlegum ofn og uppþvottavél.
Tvö svefnherbergi eru í eigninni. bæði með parket á gólfi og fataskápum.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, salerni og sturtu.
Sér geymsla er á jarðhæð hússins ásamt sameigninlegu
þvottaherbergi.Annað:
-Eignin er í einkasölu.
-Búið að lagfæra meðfram skorstein og þak yfirfarið sumarið 2020.
-Ljósleiðari er kominn í hús en ekki inn í íbúð
-Skipt um glugga og gler 1999
-Rafmagnstafla og heimtaug endurnýju ca. 2010
-Nýlegur bakaraofn og stærra öryggi set við eldhús.
-Húsið málað að utan 2019.
-Nýleg uppþvottavél fylgir með.
-Miðju bílastæði framan við hús er sérstæði eignar samkvæmt munnlegu samkomulagi allra eiganda.
Nánari upplýsingar veitir Einar Pálsson, löggiltur fasteignasali á netfangið [email protected] eða í síma 857-8392.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.