Verið er að hlaða..
210 Garðabær

Garðabær einbýli

  • Einbýli/Einbýlishús á einni hæð
  • 426 m2
  • 9
Tilboð
img

Borg fasteignasala kynnir til sölu einstakt einbýli í Garðabæ. Húsið skiptist í anddyri, 4-5 barnaherbergi, hjónaherbergi með fata og baðherbergi inn af, borðstofa, rúmgóð stofa með laufskála/koníaksstofu inn af, eldhús, þvottahús, gangur, sjónvarpshol, arinstofa/skrifstofa, bílskúr. Í garði er baðhús með tengingu við garðinn með heitum potti, gufubaði og salerni. Lóðin er stór með stórum afgirtum og skjólssælum veröndum, geymsluskúr og baðhúsi ásamt leiktækjum fyrir börn. Hússtjórnunar kerfi er í húsinu ásamt fullkomnu öryggiskerfi. Húsið er upprunalega byggt 1990 en hefur verið endurnýjað mikið seinustu tvö ár með vönduðum gólfefnum og innréttingum. Einstök eign á fallegum stað í Garðabænum.


Nánari lýsing á húsi: 

Komið er inn á forstofugang með marmara á gólfum og fataskápum. 
Gangur er með marmara og fallegum þakgluggum sem gera rýmið bjart og opið. Borðstofa er björt með marmara á gólfum. Barnaherbergi I er með parketi og fataskápum. Barnaherbergi II er með parketi á gólfum. Barnaherbergi III er parketlagt. Hjónasvíta er parketlögð með fataherbergjum inn af og rúmgóðu baðherbergi með marmara í hólf og gólf. Stofa er björt með aukinni lofthæð og parketi ásamt gasarinn. Úr stofu er útgangur út á lóð. Inn af stofu er koníaksstofa/garðskáli með parketi. Baðherbergi er með marmara á gólfum og veggjum og sturtuklefa.  Eldhús er lagt marmara með eyju með gaseldavél með Gaggenau tækjum, vínkælir og borðkrók. Bílskúr var tvöfaldur er helmingur er innréttaður sem herbergi með setustofu og sérbaðherbergi og sérinngang. Lóðin er frágengin með tveimur stórum hellulögðum innkeyrslum. Á baklóð eru timburverandir annarsvegar og hellulagðar hinsvegar. Garðurinn er afgirtur með timburgirðingum. Baðhúsið er fullbúið með heitum potti, gufubaði og salerni, hægt er að vera með tengingu við garðinn með opnalegum rennihurðum. 

Um er að ræða einstakt hús á vinsælum stað í Garðabænum. Húsið var endurnýjað mikið á seinustu 2-3 árum, gólfefni, inrréttingar og tæki og hvergi til sparað þar. 

Nánari upplýsingar veitir Brandur Gunnarsson löggiltur fasteignasali-löggiltur leigumiðlari í síma 897-1401 [email protected] hjá BORG
fasteignasölu.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
 

Sækja söluyfirlit

Söluyfirlit

Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér söluyfirlit eignarinnar um hæl.

Leitaður að heimili

Hvað getum við gert?

Við finnum draumaheimilið þitt

Skráðu þig á kaupendalista. Í sameiningu finnum við réttu eignina.

Kaupendalisti

Við seljum eignina þína

Skráðu eignina hjá okkur. Við verðum þér innan handar í söluferlinu.

Eignarskráning

Við aðstoðum þig hvert fótmál

Hvort sem þú ert að kaupa eða selja leggjum við okkur fram um að veita góða, faglega og persónulega þjónustu.

Um Borg