Verið er að hlaða..
107 Reykjavík (Vesturbær)

Hofsvallagata 59

  • Fjölbýli/Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
  • 53 m2
  • 3
46.500.000 Kr.
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img

**Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun **
Hofsvallagata 59, 107 Reykjavík - björt og falleg 3 herb risíbúð á 3 hæð í virðulegu fjölbýli - aukin lofthæð í anddyri - gólfflötur íbúðar er töluvert stærri en opinber skráning segir til um og nýtast fermetrarnir vel þar sem íbúðin er lítið undir súð - einstaklega sjarmerandi eign á þessum eftirsótta stað þar sem stutt er í margþætta þjónustu, veitingastaði, skóla og allt það sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða.


Borg fasteignasala og Heiða Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, kynna bjarta og fallega 53,3 fm 3ja herbergja risíbúð á þriðju hæð, gólfflötur íbúðar er mun stærri en opinber mæling FMR þar sem hluti íbúðar er undir súð.  Árið 2003 var dregið nýtt rafmagn í íbúðina ásamt því að skolp- og neysluvatnslagnir voru endurnýjaðar. Vorið 2016 var skipt um alla glugga í risíbúð fyrir utan tvo litla þakglugga sem eru með einföldu gleri, annar er í geymslu en hinn yfir anddyri. Vorið 2019 var húsið múr- og steypuviðgert, skipt um þakkant ásamt því að lagt var nýtt dren kringum hluta húss, annað dren er eldra.
Ástandsskýrsla frá 2018 liggur fyrir og er hægt að fá hana senda í rafrænu formi.

Bókið skoðun og fáið allar frekari upplýsingar frá Heiðu í síma 779-1929 og á netfanginu [email protected]

Nánari lýsing:

Anddyri og gangur með parketi á gólfi, innbyggður fataskápur og aukin lofthæð. Þakgluggi.
Tvö svefnherbergi með parketi á gólfi og er skápur í öðru herberginu.
Baðherbergi með flísum á gólfi og á vegg, baðkar, gluggi.
Eldhús er með snyrtilegri hvítri innréttingu, borðkrókur, parket á gólfi.
Stofan er björt og rúmgóð með parketi á gólfi.
Þvottahús er sameiginlegt.
Sér geymslurými.


Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Borg fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.Íbúðin er sérlega björt með góðri lofthæð og að hluta til undir súð þannig að gólfflötur er stærri en uppgefnir fm.
Eignin skiptist í parketlagða stofu/borðstofu, flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtuaðstöðu, parketlagt eldhús,
parketlagt hol með þakglugga og 2 parketlögð svefnherbergi þar af annað með innbyggðum skáp.
Sameiginlegt þvottahús í kjallara, geymslurými er undir súð í íbúðinni.
Íbúðin er í göngufæri frá miðbænum, stutt er í Ægisíðuna, sundlaug Vesturbæjar og alla þjónustu.

Sækja söluyfirlit

Söluyfirlit

Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér söluyfirlit eignarinnar um hæl.

Leitaður að heimili

Hvað getum við gert?

Við finnum draumaheimilið þitt

Skráðu þig á kaupendalista. Í sameiningu finnum við réttu eignina.

Kaupendalisti

Við seljum eignina þína

Skráðu eignina hjá okkur. Við verðum þér innan handar í söluferlinu.

Eignarskráning

Við aðstoðum þig hvert fótmál

Hvort sem þú ert að kaupa eða selja leggjum við okkur fram um að veita góða, faglega og persónulega þjónustu.

Um Borg