Verið er að hlaða..
190 Vogar

Hrafnaborg 10 C

  • Raðhús/Raðhús á einni hæð
  • 68 m2
  • 2
39.500.000 Kr.
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img

Borg fasteignasala kynnir: Nýtt fullbúið raðhús í Vogum. Um er að ræða 2ja herb. raðhús á einni hæð.
Húsið Hrafnaborg 10C er 68,4 fm, og skilast fullbúið, samkvæmt skilalýsingu. (sjá hér fyrir neðan)
Samkvæmt teikningu er eitt svefnherbergi.
AFHENDING Á HÚSI NR. 10C sem er hluti af 7 íbúða húsi er áætluð í lok Nóvember 2021.


Í Vogum á Vatnsleysuströnd fer nú fram mikil uppbygging. Framkvæmdir eru hafnar við Grænuborgar- hverfi í fjölskylduvænni íbúabyggð í návígi við náttúruna. Í Vogum er öflug íbúaþjónusta, leik- og grunnskóli og góð aðstaða til líkamsræktar og útivistar.
Verið velkomin í Voga á Vatnsleysuströnd.

Nánari upplýsingar veita:
Böðvar Sigurbjörnsson lögfræðingur M.L og lgf., í síma 660-4777 eða [email protected] Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma 844 6447 / [email protected]


Hrafnaborg 10 Skilalýsing, september 2021.
Upplýsingar í skilalýsingu geta breyst á byggingartíma.  Leitast verður við að halda sambærilegum gæðum byggingarhluta og íhluta, breytist þeir á byggingartíma.
Byggingaraðili: KB ehf.
Hrafnaborg 10 er einnar hæðar raðhús með 7 íbúðum
Ath. Myndir í kynningu eru hönnunarmyndir og myndir frá byggingarstað.

 
Frágangur utanhúss:
Útveggir eru úr forsmíðuðum einingum, léttbyggðir, þ.e. 45x145 mm timburgrind með 6“ einangrun í flokki A1 samkvæmt EN13162 í útveggjagrind.  Klætt er utan á timburgrind með 9mm krossviði og er hann varinn með öndunardúk.  Ysta byrði útveggja er lárétt 18mm lituð bárujárnsklæðning og að hluta lárétt nótuð timburklæðning.  Veggir á milli íbúða eru léttir timburveggir með brunaþol EI-90 sem einnig uppfylla lágmarkskröfur fyrir lofthljóðeinangrun innbyrðis á milli íbúðareininga samkvæmt ÍST 45:2016. 
Þak er timburþak/sperruþak, pappalagt og heilklætt með 18mm litaðri bárujárnsklæðningu.  Þak er einangrað með 220mm steinullareinangrun.
Gluggar, hurðir eru ál/trégluggar frá viðurkenndum framleiðanda.
Sökklar eru einangraðir bæði að innan og utan með 65mm frauðplast einangrun.  Botnplata er einangruð með 75mm frauðplast einangrun.
Ídráttarrör út í bílaplan fyrir mögulega rafhleðslu fylgir. Einnig eru ídráttarrör fyrir vatn og rafmagn fyrir heitan pott, fyrir hverja íbúð.
Sameiginlegt sorptunnuskýli á steyptri plötu fyrir allar íbúðirnar er staðsett við enda bílastæða, ásamt sameiginlegum hjólastatífum. 
 
Frágangur lóðar:
Lóð verður jöfnuð og tyrfð.  Verandir við bakhlið eru steyptir útipallar. Stéttir við aðkomuhlið íbúða eru steyptar. Eignir eru afhentar án trjágróðurs á lóð.  
Bílastæði er fyrir framan hvert hús og eru malbikuð. Lagnir fyrir snjóbræðslu eru lagðar í stéttir við aðkomuhlið íbúða.  Tengibúnaður og tenging er á kostnað kaupenda.
 
Frágangur innanhúss:
Innveggir eru smíðaðir úr timburgrind klæddir með plötum í 1. eða 2. flokki.  Innveggir uppfylla lágmarkskröfur fyrir lofthljóðeinangrun innbyrðis á milli herbergja innan íbúðareiningar samkvæmt ÍST 45:2016.
Gólf eru lögð 16mm parketi (Plank flooring: 2-layer hardwood – Oak, dimentions – 16x140x1400/2900, grading – Rustic, surface finish – Finished 3 coats Osmo (Osmo color + 2 coats Osmo Hardwax))
Baðherbergi er flísalagt með 60 x 60 cm flísum, bæði gólf og veggir, en loft er málað.
Geymsluloft með lúgu fyrir ofan hvert baðherbergi er í öllum húsunum.
Innréttingar eru af vandaðri gerð frá IKEA eða sambærilegt. Eldhúsinnrétting er sprautulökkuð með forstykkjum á ísskáp og uppþvottavél. Borðplata er 18mm. Baðinnrétting er úr melamine eða sprautulökkuð. Fataskápar í öllum svefnherbergjum eru hvítir frá Ikea. 
Innihurðir eru sprautulakkaðar.
Heimilistæki verða frá AEG. Hverri íbúð fylgir span helluborð, bakarofn, innbyggð uppþvottavél og ísskápur með frysti. Að auki fylgir útdraganleg vifta í eldhúsinnréttingu í minni íbúðunum.
Hreinlætistæki verða af viðurkenndri gerð. 
Handslökkvitæki og reykskynjari fylgja hverri íbúð.  Hver íbúð er sjálfstætt brunahólf.
 

Sækja söluyfirlit

Söluyfirlit

Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér söluyfirlit eignarinnar um hæl.

Leitaður að heimili

Hvað getum við gert?

Við finnum draumaheimilið þitt

Skráðu þig á kaupendalista. Í sameiningu finnum við réttu eignina.

Kaupendalisti

Við seljum eignina þína

Skráðu eignina hjá okkur. Við verðum þér innan handar í söluferlinu.

Eignarskráning

Við aðstoðum þig hvert fótmál

Hvort sem þú ert að kaupa eða selja leggjum við okkur fram um að veita góða, faglega og persónulega þjónustu.

Um Borg