Verið er að hlaða..
107 Reykjavík (Vesturbær)

Hofsvallagata 61

  • Hæð
  • 148 m2
  • 5
110.000.000 Kr.
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img
img

Borg fasteignasala kynnir sérlega fallega efri hæð ásamt bílskúr á afar eftirsóttum stað í Vesturbænum. Eignin er mikið endurnýjuð á vandaðan og fallegan hátt. Húsið hefur einnig fengið gott viðhald. Stutt er í skóla, leikskóla, þjónustu, íþróttar og útivistarsvæði. Frábært útsýni út á Ægisíðu. 

Eignin skiptist í: 
Forstofu, hol, stofu/borðstofu, 3 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, sérgeymslu og sameiginlegt þvottaherbergi. 
Öll rými eru  rúmgóð og mikið endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt.

Nánari lýsing á eign: 
Komið er inn í forstofu. 
Hol þaðan sem gengið er í önnur rými íbúðar. 
Stofa, borðstofa og eldhús í björtu og fallegu alrými. Falleg glerhurð skilur að stofu og borðstofu/eldhús. Gengið út á svalir frá stofum. 
Svefnherbergin eru rúmgóð með fataskápum. 
Eldhús er opið með eyju, fallegri svartri innréttingu og flísum á veggjum. Vandaðar innréttingar og tæki. Gott skápapláss.  
Baðherbergi er rúmgott með glugga, baðkar með sturtuaðstöðu, flísar á gólfi og veggjum, skápainnrétting í kringum vask. 
Gert er ráð fyrir gestasnyrtingu í íbúð sem nýtt er í dag sem þvottaherbergi. Einnig er sameiginlegt þvotta/þurrkherbergi. 
Gólfefni: Vandað parket og flísar.  

Framkvæmdasaga

Viðhald á húsinu og íbúð hefur verið einstaklega gott í gegnum árin. 
Búið er að endurnýja skólplagnir, dren og affall frá hæðunum. Þakjárn og rennur hafa verið endurnýjaðar. 
Skipt var um allt rafmagn og töflu fyrir einhverjum árum síðan. 
Sumarið 2020 var húsið allt yfirfarið að utan og gert við múr þar sem þurfti. 
Hús og þak var málað sumarið 2020. 
Sumarið 2020 var skipt um gler og glugga á suður- og austurhlið íbúðarinnar. Hinir eru allir í lagi.
Árið 2019 var bílskúrsþakið burstað upp og málað. Sömuleiðis var sett epoxy á gólf í bílskúrnum. 
Árið 2017 var íbúðin mikið endurnýjuð að innan, t.a.m. var skipt um gólfefni og eldhús og veggir teknir niður.
Fyrirhugaðar/yfirstandandi framkvæmdir eru á garðinum til að auka nýtingu og fegurð. 

Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Úlfar Þór Davíðsson. lögg. fasteignasali,  í síma 788-9030,  tölvupóstur [email protected]
Börkur Hrafnsson lögg. fasteignasali , í síma 892-4944, tölvupóstur [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.                 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Borg því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.   

Sækja söluyfirlit

Söluyfirlit

Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér söluyfirlit eignarinnar um hæl.

Leitaður að heimili

Hvað getum við gert?

Við finnum draumaheimilið þitt

Skráðu þig á kaupendalista. Í sameiningu finnum við réttu eignina.

Kaupendalisti

Við seljum eignina þína

Skráðu eignina hjá okkur. Við verðum þér innan handar í söluferlinu.

Eignarskráning

Við aðstoðum þig hvert fótmál

Hvort sem þú ert að kaupa eða selja leggjum við okkur fram um að veita góða, faglega og persónulega þjónustu.

Um Borg