Böðvar Sigurbjörnsson og Borg fasteignasala kynna til sölu: Sveitasetur á Mið-Jótlandi í Danmörku. Glæsileg eign sem umvafin er fallegri náttúru í um það bil 10 mínútna akstursfjarlægð frá bænum Brande, í nágrenni við Billund og Herning.
Um er að ræða sveitasetur sem skráð er lögbýli og stendur á 8 ha landi með skógi og vötnum. Á eigninni stendur fimm herbergja 226 m2 einbýlishús byggt 2004 og 338 m2 útihús sem er í dag bílageymsla, íbúðarrými og geymsla. Löng heimreið liggur að húsunum sem umvafin eru skógi og vötnum. Landareignin býður upp á bæði útivist og veiði, lítil bryggja er við stærra vatnið. Eignin hentar vel til útleigu eða til reksturs B&B. Hér er á ferðinni tækifæri til að eignast sjarmerandi náttúruparadís í Danaveldi. Eigandinn skoðar skipti.
Nánari upplýsingar veitir Böðvar Sigurbjörnsson, lögfræðingur hjá M.L. og lgf., í síma 660-4777 eða [email protected]s