Böðvar Sigurbjörnsson og Borg fasteignasala kynna til sölu: Hátún 6A, 105 Reykjavík, 70,2 m2 2ja herbergja íbúð á annarri hæð í tveggja hæða fjöleignarhúsi. Eignin er laus til afhendingar við undirritun kaupsamnings.
Skipulag: Anddyri/hol, eldhús, stofa, svefnherbergi, baðherbergi, svalir.
Nánar: Gengið er inn í sameiginlegt stigahús á s-vesturhlið hússins og þar upp á aðra hæð um teppalagaðan stiga. Aðeins þrjár íbúðir deila innganginum og stigahúsinu. Komið er inn í anddyri/hol með parketi á gólfi, eldhúsið er með hvítri innréttingu á tveimur veggjum og skápum ofan og neðan borðplötu. Stofa með parketi á gólfi, gólfsíður gluggi og útgengi á rúmgóðar svalir. Svefnherbergið er með parketi á gólfi, stór fataskápur. Baðherbergið er með flísum á gólfi, flísalögð sturta, innrétting með skúffum neðan handlaugar og spegill með lýsingu fyrir ofan, skápur til hliðar við spegil, inn af sturtunni er tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Annað: Íbúðin var talsvert endurnýjuð fyrir nokkrum árum, m.a. skipt um gólfefni og baðherbergi endurnýjað. Lítil sameiginleg geymsla og stór kyndiklefi sem nýta má sem geymslu einnig. Sameiginleg bílastæði eru á lóð hússins.
Nánari upplýsingar veitir Böðvar Sigurbjörnsson, lögfræðingur M.L. og lgf., í síma 660-4777 eða [email protected]Sjá einnig:fastborg.is/Smelltu hér til að fylgjast með mér á FacebookSmelltu hér til að fylgja mér á InstagramÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um skyldu kaupenda til að skoða fasteignir.
BORG fasteignasala vill því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna áður en gert er kauptilboð og leita til hæfra sérfræðinga til frekari skoðunar.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða fyrir kaupin:
Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8 / 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald kaupsamnings, veðskuldabréfs, hugsanlegt veðleyfi o.fl.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýslugjald vegna fasteignasölu samkvæmt kauptilboði