Þjónusta

Hjá Borg er lögð mikil áhersla á hátt þjónustustig á öllum stigum, einkunnarorð okkar eru fagmennska og eftirfylgni. Við vitum að traust og áreiðanleiki eru lykilatriði í fasteignaviðskiptum.

top view of house near body of water

Sala fasteigna

Hjá Borg miðast söluferlið við að hámarka virði fasteignarinnar þinnar en um leið að tryggja hagsmuni þína sem og kaupenda þannig að úr verði farsælt söluferli. Sala fasteigna í einkasölu 1,95% af söluverði auk virðisaukaskatts. Sala í almennri sölu 2,25% af söluverði auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er þó kr. 450.000 + vsk.Lágmarksþóknun er þó kr. 450.000 + vsk.

Útleiga og leigumiðlun

Þóknun fyrir leigumiðlun samsvarar umsaminni mánaðarleigu auk virðisaukaskatts. Innifalið íþjónustunni er kynning á eigninni, leit og greining á hugsanlegum leigutökum og gerð leigusamnings.

Verðmat

Verðmatsferli Borgar fasteignasölu byggir á yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu breiðs hóps löggiltra fasteignasala með reynslu úr ólíkum áttum. Söluverðmat og heimsókn frá fasteignasala er þér að kostnaðarlausu. Fyrir skriflegt bankaverðmat greiðast kr. 37.000 + vsk.

Skjalafrágangur

Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup: 1,0% af söluverði en þó aldrei lægra en kr. 272.800.

Kaupendaþjónusta

Borg fasteignasala býður þér upp á kaupendaþjónustu þar sem reyndur fasteignasali aðstoðar þig við leit af réttu eigninni. Þegar rétta eignin fundin er fasteignasalinn þér innan handar við tilboðsferlið og veitir þér sérfræðiráðgjöf sem miðar að því að tryggja hagsmuni og stuðla að hagkvæmri niðurstöðu í viðskiptunum.

Skúffan

Í einhverjum tilvikum kanna opið söluferli ekki að henta eigninni þinni. Borg býður upp á lokað söluferli þar sem eignin þín er einungis kynnt fyrir kaupendahópi sem líklegur er til að henta eigninni þinni. Borg er hverju sinni með stórann lista kaupenda af hinum ýmsu tegundum fasteigna. Settu þig í samband við okkur og við leiðum þig í gegnum ferlið.

Verðskrá

Sala fasteigna í einkasölu

1,95% af söluverði auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er þó kr. 450.000 + vsk.

Sala í almennri sölu

2,25% af söluverði auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er þó kr. 450.000 + vsk.

Sala félaga og atvinnufyrirtækja

5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir auk virðisaukaskatts.

Sala sumarhúsa

2,0 - 3,0 % af söluverði auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er þó kr. 500.000 + vsk.

Skráðu þig á kaupendalista

Þannig aukast líkurnar enn frekar á að við finnum réttu eignina fyrir þig.

Fastborg logo

Traust og áreiðanleiki í fasteignaviðskiptum.